Stórir hundar sýndir

Látið vel að Leonbergerhundi í Garðheimum.
Látið vel að Leonbergerhundi í Garðheimum. mbl.is/Golli

Hundar af stærri gerðinni voru sýndir á Stórhundasýningu Garðheima í dag, laugardag. Meðal þeirra voru St. Bernharðshundar, Bordeaux, Stóri Dan og Leonberger en sá sem hér fær athygli er af síðasttalda kyninu.

Á sýningunni eru kynntir millistórir og stórir hundar frá Hundaræktarfélagi Íslands. Þá er dýralæknir á staðnum til skraf og ráðagerða og sala á hundafóðri og ýmsum hundavörum á tilboðsverðum.

Sýningin heldur áfram í á morgun, sunnudag, kl. 12 til 17.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka