Stórir hundar sýndir

Látið vel að Leonbergerhundi í Garðheimum.
Látið vel að Leonbergerhundi í Garðheimum. mbl.is/Golli

Hund­ar af stærri gerðinni voru sýnd­ir á Stór­hunda­sýn­ingu Garðheima í dag, laug­ar­dag. Meðal þeirra voru St. Bern­h­arðshund­ar, Bordeaux, Stóri Dan og Leon­ber­ger en sá sem hér fær at­hygli er af síðast­talda kyn­inu.

Á sýn­ing­unni eru kynnt­ir milli­stór­ir og stór­ir hund­ar frá Hunda­rækt­ar­fé­lagi Íslands. Þá er dýra­lækn­ir á staðnum til skraf og ráðagerða og sala á hunda­fóðri og ýms­um hunda­vör­um á til­boðsverðum.

Sýn­ing­in held­ur áfram í á morg­un, sunnu­dag, kl. 12 til 17.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert