Sýknaður af ákæru um að hafa reykspólað á Selfossi

Héraðsdómur Suðurlands.
Héraðsdómur Suðurlands. mbl.is

Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað ökumann á Selfossi af ákæru um að hafa ekið spólandi um bæinn. Hins vegar var hann dæmdur til greiðslu fyrir að hafa ekið án öryggisbeltis, nota farsíma án handfrjáls búnaðar við aksturinn og aka bifreið sinni án lögboðins skrásetningarnúmers að framan.

Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, sótti málið fyrir ákæruvaldið.

Ákærði neitaði fyrir dómi því sem fram kom hjá lögreglumanninum að hann hefði umrætt sinn ekið spólandi vestur Austurveg með tilheyrandi hávaða og dekkjavæli. Í dómsorði segir: „Engin önnur vitni voru að meintri háttsemi ákærða. Atvikið náðist heldur ekki í upptöku á svokölluðum Eye-witness-búnaði lögreglubifreiðarinnar né er framburður lögreglumannsins studdur öðrum gögnum. Stendur því staðhæfing gegn staðhæfingu um það hvernig atvik voru að þessu leyti. Samkvæmt því þykir sönnun ekki liggja fyrir um brot ákærða og ber því að sýkna hann af þessum lið ákærunnar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert