Tillögur um sparnað kynntar í næstu viku

Ásdís Ásgeirsdóttir

Ekki hefur verið horfið frá fjárlögum um sparnað í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir tíðindi um afnám dagdeildargjalda og sameiningu heilbrigðisstofnana. Að sögn Ögmundar Jónassonar heilbrigðisráðherra verða í næstu viku kynntar tillögur um hvernig slíkum sparnaðaraðgerðum megi hátta. Er þar lögð áhersla á heilbrigðisstofnanir á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og Suðurlandi, sér í lagi leitað eftir samstarfi og mögulegum samlegðaráhrifum St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og Landspítala.

Þannig bendir Ögmundur á að niðurskurður sé nauðsynlegur þótt ekki verði farin leið forvera hans, Guðlaugs Þór Þórðarsonar. Mikil óánægja hafi ríkt með þau áform og leiðina sem að þeim var farin.

„Við höfum leitað eftir auknu samstarfi, meðal annars við sveitarfélög og hollvinasamtök. Við viljum fara lýðræðislegri leiðir.“

Ögmundur vill þó ekki tjá sig um nánari útfærslu á þessum tillögum, sem fjöldi fólks væri enn að vinna að og honum væri ekki fullkunnugt um niðurstöðurnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert