Háskólinn í Reykjavík hefur ákveðið að bjóða nemendum sínum upp á mun fleiri námskeið í sumar en fyrri ár, í ljósi þess að erfitt getur reynst fyrir námsmenn að finna sumarstörf en undanfarin ár. Boðið verður upp á fjölda námskeiða í grunn- og meistaranámi í öllum 5 deildum skólans.
Með þessu móti vill skólinn svara kalli tímans og koma til móts við þá nemendur sem vilja nýta sumarið til náms, að því er segir í tilkynningu frá HR.