Einar Kristinn í efsta sæti

Einar Kristinn Guðfinnsson er í efsta sæti, samkvæmt fyrstu tölum.
Einar Kristinn Guðfinnsson er í efsta sæti, samkvæmt fyrstu tölum.

Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður er í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi þegar fyrstu tölur hafa verið gefnar út. Talin hafa verið um 27% atkvæða. Bergþór Ólason er í öðru sæti og Þórður Guðjónsson í því þriðja. Mjótt er á munum og getur röðin breyst.

Tæplega fjögur þúsund flokksmenn voru á kjörskrá og greiddu um 2700 manns atkvæði. 

Búið að telja 800 atkvæði, 27%, í spennandi talningu sem hófst í morgun í Hótel Borgarnesi. Staðan samkvæmt þeim er þannig, en að ekki hafa verið gefnar út upplýsingar um atkvæðafjölda á bak við hvern frambjóðanda:

1. Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður, Bolungarvík.

2. Bergþór Ólason, Akranesi.

3. Þórður Guðjónsson, Akranesi.

4. Ásbjörn Óttarsson, Snæfellsbæ.

5. Birna Lárusdóttir, Ísafirði.

6. Karvel Karvelsson, Borgarfirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert