Aðstoðar þyrlu hefur verið óskað á ný, til að flytja mennina tvo sem lentu í vélsleðaslysinu í dag á sjúkrahús á Akureyri; vegna erfiðrar færðar komast þeirri ekki að öðrum kosti undir læknishendur fyrr en eftir a.m.k. þrjár klukkustundir.
Slys varð eftir hádegið norður í Öxarfirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF Gná, var kölluð út kl. 14.38 en síðan snúið til baka vegna þess að meiðsli mannanna reyndust ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.
Björgunarsveitarmenn hugðust flytja mennina undir læknishendur á Kópaskeri en ákveðið var að flytja mennina til Akureyrar til að flýta fyrir.