Almannahagsmunir taldir ríkari

Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, opnar tilboð í Símann
Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, opnar tilboð í Símann mbl.is/Sverrir

Blaðamenn hafa reynt að nálgast fundargerðir einkavæðingarnefndar og önnur gögn úr söluferlum í mörg ár en ætíð verið synjað þar til nú.

Árið 2005 óskaði þáverandi blaðamaður á Fréttablaðinu eftir gögnum úr einkavæðingarferlum ríkisbankanna, meðal annars fundargerðum einkavæðingarnefndar, en var synjað. Hún kærði málið til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem staðfesti að mestu leyti frávísanir og synjanir einkavæðingarnefndarinnar.

Í krafti almannahagsmuna

Síðla árs óskaði síðan höfundur þessarar greinar eftir sambærilegum gögnum að nýju en var synjað. Sú synjun var kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í desember sama ár. Í greinargerð með kærunni, sem skilað var inn 26. janúar 2007, segir að beiðni kærandans snúi að „aðgangi að gögnum um mikla almannahagsmuni þar sem um sé að ræða ráðstöfun eigna og fjármuna ríkisins.“

Þann 22. mars 2007 var hluta kröfu kærandans vísað frá og synjun einkavæðingarnefndar um aðgengi að fundargerðum sínum staðfest. Sú staðfesting var rökstudd með því að ákvarðanir einkavæðingarnefndar væru ekki endanlegar, heldur þyrftu að staðfestast af ráðherranefnd, og því bæri ekki að afhenda fundargerðir hennar samkvæmt upplýsingalögum. Nefndinni var þó gert skylt að veita aðgang að matsskýrslum vegna sölu ríkisins á fyrirtækjum sem höfðu verið í eigu þess.

Fullur aðgangur fæst

Þann 19. febrúar síðastliðinn sendi höfundur að nýju beiðni um aðgang að fundargerðum einkavæðingarnefndar sem vörðuðu sölu á ríkisbönkunum tveimur. Í kjölfarið var óskað eftir aðgangi að öllum gögnum sem fyndust í skjalasafni einkavæðingarnefndar varðandi sölu á Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Skemmst er frá því að segja að forsætisráðuneytið veitti algeran aðgang að þeim gögnum í marsmánuði 2009. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir aðganginum segir að „eftir skoðun gagnanna er það mat ráðuneytisins að undantekningarheimild 5. gr. upplýsingalaga eigi ekki við og því beri að veita fullan aðgang. Þau fyrirtæki sem hér um ræðir eru ekki lengur starfandi með sama hætti og áður og hugsanlegir hagsmunir kaupenda á sínum tíma af leynd vega ekki þungt í samanburði við þá ríku almannahagsmuni sem tengjast aðgangi [...]. Í þessu máli er ennfremur mikilvægt sjónarmið að stjórnvöldum beri að gera það sem í þeirra valdi stendur til að auðvelda starf fjölmiðla og efla þannig traust stjórnsýslunnar.“
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert