Aukið fé til saksóknara

mbl.is

Steingrímur J. Sigfússon segir að lagðir verði auknir fjármunir til embættis sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins. Rannsóknin verði ekki látin stranda á skorti á þeim.

„Það stefnir í að þetta starf verði umfangsmeira en áætlanir gerðu ráð fyrir í byrjun og það kallar á fjárveitingar og þá verður bara að bregðast við því,“ segir Steingrímur. Ljóst sé þó að auknar fjárheimildir verði ekki afgreiddar á yfirstandandi þingi. „Það eru nægir fjármunir ætlaðir í þetta til að standa straum af kostnaði í bili. Það er þá eitthvað sem menn leiðrétta síðar á árinu í fjáraukalögum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert