Aukið fé til saksóknara

mbl.is

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son seg­ir að lagðir verði aukn­ir fjár­mun­ir til embætt­is sér­staks sak­sókn­ara vegna banka­hruns­ins. Rann­sókn­in verði ekki lát­in stranda á skorti á þeim.

„Það stefn­ir í að þetta starf verði um­fangs­meira en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir í byrj­un og það kall­ar á fjár­veit­ing­ar og þá verður bara að bregðast við því,“ seg­ir Stein­grím­ur. Ljóst sé þó að aukn­ar fjár­heim­ild­ir verði ekki af­greidd­ar á yf­ir­stand­andi þingi. „Það eru næg­ir fjár­mun­ir ætlaðir í þetta til að standa straum af kostnaði í bili. Það er þá eitt­hvað sem menn leiðrétta síðar á ár­inu í fjár­auka­lög­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert