Bankastjórar yfirheyrðir

Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrum bankastjórar Landsbankans.
Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrum bankastjórar Landsbankans. mbl.is/Sverrir

Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið hyggst hefja formlegar skýrslutökur af stjórnendum bankanna í næstu viku. Á vef nefndarinnar segir að hún hafi metið það nauðsynlegt að hafa í höndunum viss skjöl og gögn frá opinberum aðilum og bönkunum áður en slíkar skýrslutökur fara fram.

Hefur nefndin að undanförnu tekið skýrslur af stjórnendum innan stjórnsýslunnar sem höfðu með höndum eftirlit og ákvarðanir um málefni fjármálafyrirtækja.

Segir á vef nefndarinnar að athuganir hennar beinist sérstaklega að viðskiptum bankanna við stærstu lántakendur þeirra, auk þess sem nefndin vinnur að sérstakri greiningu á því hvort þeir sem voru lántakendur bankanna hafi tengst eigendum þeirra og starfsmönnum.

Loks rannsakar nefndin viðskipti með hlutabréf í bönkunum og verðmyndun á þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert