Brim stendur við kjarasamninginn

Unnið að löndun úr einu af skipum Brims á Akureyri.
Unnið að löndun úr einu af skipum Brims á Akureyri. mbl.is/Kristján

Starfsfólki sjávarútvegsfyrirtækisins Brims á Akureyri var tilkynnt á fundi eftir hádegið að fyrirtækið myndi greiða því launahækkanir upp á 13.500 krónur sem taka áttu gildi 1. mars en ekki nýta sér þá frestun sem um hafði verið samið.

Aðspurður sagði Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Brims Akureyri, að Brim hefði ákveðið að nýta sér ekki þá frestun sem búið var að samþykkja að því er kemur fram á heimasíðu verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju.  „Við höfum ávalt leitast við að standa við alla þá samninga sem við erum aðilar að og því hækkum við taxtana frá og með 1. mars um 13.500 krónur,“ segir hann. 

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, fagnar þessu og segist vita að fleiri aðilar í Eyjafirði séu að hugsa slíkt hið sama.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert