Ekki íhugað að auglýsa embætti sendiherra

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson. mbl.is/Ómar

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segist ekki hafa hugleitt hvort auglýsa eigi eftir sendiherrum.

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Össur á Alþingi hvort þetta hefði verið skoðað og vísaði til nýrra laga um Seðlabankann þar sem kveðið er á um að stöður seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra séu auglýstar.

Össur sagði, að um væri að ræða athyglisverða tillögu og það væri að minnsta kosti einnar messu virði, að skoða hana rækilega. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert