Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segist ekki hafa hugleitt hvort auglýsa eigi eftir sendiherrum.
Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði Össur á Alþingi hvort þetta hefði verið skoðað og vísaði til nýrra laga um Seðlabankann þar sem kveðið er á um að stöður seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra séu auglýstar.
Össur sagði, að um væri að ræða athyglisverða tillögu og það væri að minnsta kosti einnar messu virði, að skoða hana rækilega.