Fær milljónabætur vegna vélsleðaslyss

Karl­maður var í héraðsdómi dæmd­ur til að greiða ungri konu ríf­lega átta millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur vegna tjóns sem hún varð fyr­ir þegar hún ók vélsleða í eigu manns­ins.

Slysið varð við Hafra­vatn vorið 2002. Þá var stúlk­an 17 ára og fór ásamt mann­in­um og kær­asta sín­um, syni manns­ins, að Hafra­vatni. Vélsleði sem stúlk­an ók var ótryggður, auk þess sem hún var hjálm­laus. Ágrein­ing­ur er með aðilum um aðdrag­anda ferðar­inn­ar og at­vik á Hafra­vatns­vegi þegar slysið varð. Fyr­ir ligg­ur að hún kastaðist af sleðanum og hlaut þungt höfuðhögg. Hún hlaut brot víðsveg­ar á höfuðkúpu og blæðingu inn í kúp­una. Þá greind­ist mar á heila og þurfti stúlk­an vegna þess að und­ir­gang­ast nokkr­ar aðgerðir og m.a. var fjar­lægt skemmt svæði úr heila henn­ar. 

Af­leiðing­ar slyss­ins á heilsu­far stúlk­unn­ar urðu veru­leg­ar, bæði lík­am­leg­ar og and­leg­ar. Lík­am­leg­ar af­leiðing­ar slys­ins eru fyrst og fremst veru­leg­ur heilaskaði sem er einnig rót hluta and­legra af­leiðinga slyss­ins. Meðal and­legra af­leiðinga voru nefnd­ar per­sónu­leika­breyt­ing­ar, þung­lyndi og kvíði, áráttu­hegðun o.fl. Sömu­leiðis varð veru­leg seink­un á skóla­göngu stúlk­unn­ar vegna and­legra af­leiðinga slyss­ins, auk þess sem hún missti hlutastarf sitt vegna þeirra. Þá fór hún að finna fyr­ir flog­um árið 2005 og síðan var hún greind með floga­veiki, sem tal­in er bein af­leiðing slyss­ins.

Bótakrafa kon­unn­ar hljóðaði upp­haf­lega upp á rúm­ar 11 millj­ón­ir króna en þegar mál­inu var stefnt fyr­ir dóm hljóðaði kraf­an upp á rúm­ar 9 millj­ón­ir króna. Eig­andi sleðans var tal­inn bera ábyrgðina og því dæmd­ur til að greiða henni skaðabæt­ur að upp­hæð rúm­ar 8 millj­ón­ir króna, ásamt vöxt­um og drátt­ar­vöxt­um.

Dóm­ur héraðsdóms

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert