Harma hvernig yfirtaka SPRON var kynnt

Frá­far­andi stjórn SPRON seg­ist í yf­ir­lýs­ingu harma hvernig yf­ir­taka Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á spari­sjóðnum var kynnt op­in­ber­lega af hálfu stjórn­valda þar sem ör­lög­um spari­sjóðsins og starfs­manna var lýst í beinni út­send­ingu af viðskiptaráðherra síðastliðinn laug­ar­dag án þess að stjórn­end­um væri fyrst gefið færi á því að greina starfs­mönn­um frá því hvað gerst hafði.  

Í yf­ir­lýs­ing­unni seg­ir, að  fjár­mála­fyr­ir­tæki með jafn víðtæka þjón­ustu og SPRON geti ekki starfað eðli­lega nema eiga greið viðskipti við Seðlabanka, sér­stak­lega í ljósi þess að ekki sé um virk­an milli­banka­markað að ræða. Þegar Seðlabank­inn til­kynnti  Fjár­mála­eft­ir­lit­inu í síðustu viku að hann myndi ekki veita SPRON frek­ari fyr­ir­greiðslu hafi stjórn SPRON verið knú­in til þess að fara þess á leit við Fjár­mála­eft­ir­litið að það taki yfir vald hlut­hafa­fund­ar SPRON hf. í sam­ræmi við heim­ild­ir neyðarlag­anna.

„Stjórn SPRON harm­ar þessi enda­lok spari­sjóðsins sem hef­ur átt far­sæla sögu í 77 ár og hef­ur aldrei í sögu sinni þurft að leita eft­ir aðstoð hins op­in­bera en hafi á hinn bóg­inn lagt ríku­lega til sam­fé­lags­ins með fram­lög­um sín­um til menn­ing­ar- og góðgerðar­mála allt frá stofn­un," seg­ir m.a. í yf­ir­lýs­ing­unni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert