Hlynntur valfrjálsu tilvísanakerfi

Ögmund­ur Jónas­son heil­brigðisráðherra seg­ist vera hlynnt­ur því að tekið verði upp til­vís­ana­kerfi í heil­brigðis­kerf­inu að danskri fyr­ir­mynd eða svo­nefnt val­frjálst stýri­kerfi.

Þetta kom fram í svari heil­brigðisráðherra við spurn­ingu Si­vj­ar Friðleifs­dótt­ur Fram­sókn­ar­flokki á Alþingi í dag. Ögmund­ur sagði að lands­fund­ur Vinstri grænna hefði ályktað um helg­ina um að far­in yrði þessi leið. Reynsla Dana væri góð, þar sem 98% Dana nýttu sér til­vís­un­ar­hluta heil­brigðisþjón­ust­unn­ar. Ögmund­ur sagðist telja að þessi leið kæmi vel til greina en gæta þurfi að því að grunnþjón­ust­an sé styrkt sam­hliða val­frjálsu stýri­kerfi, ef því yrði komið á. Sagðist hann þegar hafa rætt við lækna og fleiri um þessa hug­mynd.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert