Loftbóluhagnaður og loftbóluarður

Atli Gíslason.
Atli Gíslason.

Atli Gísla­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, sagðist á Alþingi í dag hafa ástæðu til að ætla, að stór hluti arðgreiðslna í banka­kerf­inu und­an­far­in ár hefði stafað af því að viðskipta­vild var hækkuð í bók­haldi upp í 30-50% af eig­in fé. „Það er grafal­var­legt og rann­sókn­ar­efni," sagði Atli.  

Atli sagðist hafa á sín­um tíma lært þá þumalputta­reglu, að viðskipta­vild væri reiknuð 10% af ár­svelti. Bæði einka­bank­arn­ir og spari­sjóðirn­ir hefðu  hins veg­ar hækkað þessa viðskipta­vild í 30-50% á ár­un­um 2002-2007, myndað þannig tekj­ur í bók­haldi og hækkað eigið fé sem síðan var grund­völl­ur láns­trausts.

„Þannig þeir skapað loft­bólu­hagnað og í kjöl­farið loft­bólu­arðgreiðslur og loft­bólu eigið fé sem þeir fengu síðan lánað út á. Þetta er auðvitað svindil­brask, eins og það var kallað hér í den. Þetta hafa spari­sjóðirn­ir einnig gert og ég bið rík­is­stjórn­ina að hafa það í huga, áður en hún reiðir fram 20% aðstoð við þá af eig­in fé árið 2007, að skoða ná­kvæm­lega hvernig eigið fé spari­sjóðanna hef­ur þró­ast," sagði Atli.

Hann sagðist hafa lesið ný­lega, að Byr spari­sjóður hefði ákveðið að færa viðskipta­vild niður  um 4 millj­arða. Sagðist hann hafa sent rannn­sókn­ar­nefnd Alþingi og sér­stök­um sak­sókn­ara er­indi þess efn­is, að þetta verði skoðað sér­stak­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka