Uppbygging í stað arðgreiðslna

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Ómar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að ríkið hljóti að skoða það sérstaklega nú hvernig fyrirtæki, sem þiggja ríkisaðstoð, verji fjármunum sínum. 

„Ég tel að þau, og raunar öll fyrirtæki sem skila hagnaði um þessar mundir, hljóti að horfa til þess að verja hagnaði sínum til atvinnuuppbyggingar og að fjölga störfum frekar en til arðgreiðslna og stuðli þannig til uppbyggingar til framtíðar," sagði Jóhanna.

Verið var að ræða um arðgreiðslur fyrirtækja að ósk Kristins H. Gunnarssonar en hann gerði að umtalsefni þá ákvörðun stjórnar HB Granda að greiða hluthöfum arð.  Sagði Kristinn að í ljósi þess að bæði ríkissjóður og launamenn hefðu ákveðið að leggja sitt að mörkum til að atvinnurekstur geti gengi sé gagnrýnivert að hluthafar geti tekið til sín þessi framlög sem arð.

Kristinn sagði að fyrirtæki í sjávarútvegi byggju við beinan og óbeinan ríkisstuðning og m.a. fái þau eftirgjöf af auðlindagjaldi, sem ákveðin hefði verið vegna samdráttar í þorskveiðum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert