Bankar litu á ÍLS sem óvininn

Ætlun bankanna, sem hófu að bjóða húsnæðislán 2004, var að ganga á milli bols og höfuðs á Íbúðalánasjóði, að mati Ingibjargar Þórðardóttur, formanns Félags fasteignasala.

„Þeir litu á hann sem sinn helsta óvin og honum þyrfti að koma fyrir kattarnef í eitt skipti fyrir öll,“ sagði Ingibjörg á morgunverðarfundi Félags fasteignasala á Grand Hóteli í Reykjavík í gær. Þar kynntu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Árni Páll Árnason, alþingismaður í Samfylkingunni og formaður allsherjarnefndar Alþingis, stefnu flokka sinna varðandi fasteignamarkaðinn og skuldamál almennings.

Ræðumenn bentu á ólíkar leiðir til lausna á vanda fasteignamarkaðarins og húseigenda.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert