Ein sú stærsta á Suðurlandi

Kannabisplöntur.
Kannabisplöntur. mbl.is/Kristinn

Um fimm hundruð kannabisplöntur fundust á sveitabæ í Þykkvabæ í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá yfirlögregluþjóni á Hvolsvelli var um mjög stórar plöntur að ræða og er ræktunin ein sú stærsta sem fundist hefur á Suðurlandi.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, segir að ræktunin hafi fundist í gærkvöldi og unnið hafi verið fram á nótt við að taka niður plöntur og telja. Um hafi verið ræða tæplega fimm hundruð plöntur auk græðlinga. Sveitabærinn var í útleigu en hann Sveinn vildi ekkert tjá sig um hvort og þá hversu margir hefðu verið handteknir í tengslum við málið.

Ljóst er af stærð plantnanna að ræktunin hefur farið fram í töluverðan tíma. Engir fjármunir eða þýfi fannst á staðnum.

Aðgerðin var samstarfsverkefni lögreglunnar á Hvolsvelli og lögreglunnar á Selfossi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert