Fær að leita álits sérfræðinga á áverkum

mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að karlmaður, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp, fái að leita álits dómkvaddra matsmanna um hvort aðrar skýringar geti verið á þeim miklum áverkum á heila mannsins sem lést en að þeir stafi af spörkum í höfuð mannsins.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa orðið 38 ára gömlum karlmanni að bana í sumarbústað í Grímsnesi í nóvember á síðasta ári. Samkvæmt ákæru sló sakborningurinn hinn manninn hnefahögg í höfuðið  og sparkaði síðan og sló ítrekað í höfuð mannsins þar sem hann lá á gólfinu. Maðurinn lést skömmu síðar af völdum heilablæðingar.

Sakborningurinn fór fram á, þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi, að dómkvaddur verði  maður til að meta m.a. hvern þátt ölvun fórnarlambsins hafi átt í umfangi áverkanna og hvort fleiri skýringar geti verið á svo miklum og alvarlegum áverkum á heila fórnarlambsins en fram koma í krufningarskýrslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert