Fjárlögin aðalmálið

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) vinna nú að því  hörðum höndum að afla upplýsinga og vinna úr þeim til að draga upp rétta mynd af stöðu efnahagsmála hér á landi. Seinnipart vikunnar munu íslensk stjórnvöld senda gögn til IMF er varða stöðu ríkissjóðs og vinnu fyrir fjárlög næsta árs. Er þetta hluti af gagnaöflun fyrir skýrslugerð IMF sem lögð verður fyrir stjórn hans er varðar stöðu Íslands.

„Samvinnan við sjóðinn hefur gengið vel. Það er unnið að því hörðum höndum að draga upp rétta mynd af stöðu ríkisfjármála sem er þó óvissu háð. Meðal annars vegna þess að ekki hefur verið samið um vexti á öllum lánum og þá liggur ekki fyrir enn hvernig takast mun að selja eignir upp í skuldir, m.a. vegna Icesave-reikninganna. Þetta er allt í ferli sem reynt er að hraða eins og kostur er,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið.

Samkvæmt upplýsingum frá Angelu Gaviriu, talskonu IMF, liggur ekki fyrir hvenær stjórn sjóðsins getur afgreitt skýrslu um stöðuna á Íslandi sem starfsmenn sjóðsins vinna nú að því að klára. Þegar stjórnin hefur ályktað um stöðu Íslands verða næstu skref ákveðin, og þá hvort þörf er á því að endurskoða efnahagsáætlunina sem unnið er eftir. Eftir þetta ferli getur IMF afgreitt lán til íslenskra stjórnvalda, sem í heild er áætlað að nemi um 2,1 milljarði dala.

Allt kapp er nú lagt á að flýta mati á eignum og skuldum gömlu og nýju bankanna, svo hægt sé að birta efnahagsreikning þeirra og leggja þeim til eigið fé. Gert var ráð fyrir því að bankarnir þyrftu um 385 milljarða innspýtingu frá ríkinu. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hefur upplýst að sú upphæð verði að líkindum umtalsvert lægri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert