„Það má segja að það hafi verið glimrandi veiði í mánuðinum og ágætar gæftir, sérstaklega fyrir stærri bátana,“ sagði Ragnar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja, síðdegis í gær. Fyrirtækið er með starfsemi víða um land og í nógu var að snúast á mörkuðunum, en alls voru tæplega 700 tonn seld á íslenskum fiskmörkuðum í gær.
„Verð fyrir þorskinn var í rauninni út úr korti í fyrrahaust og það var í rauninni enn mjög hátt um síðustu áramót,“ segir Ragnar. „Síðan þá hefur verð á þorski lækkað talsvert og ýsan hefur einnig gefið eftir. Svo er þetta alltaf spurning um hversu mikið berst á land og í dag seldum við kíló af blönduðum góðum þorski á 187 krónur kílóið, en stærri fiskurinn fór upp í um 200 krónur.“
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.