Óbreytt fæðingarþjónusta á Selfossi og Suðurnesjum

Fulltrúar Sambands sunnlenskra kvenna afhentu Ögmundi Jónassyni 4300 undirskriftir gegn …
Fulltrúar Sambands sunnlenskra kvenna afhentu Ögmundi Jónassyni 4300 undirskriftir gegn skerðingaráformum í heilsugæslu á Suðurlandi.

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra hefur afturkallað áform um skerðingu á fæðingarþjónustu á sjúkrahúsunum á Selfossi og á Suðurnesjum. Starfsmenn á Suðurnesjum taka á sig verulega kjaraskerðingu í sparnaðarskyni, að sögn ráðherra.

Meðal sparnaðaráforma fyrrverandi heilbrigðisráðherra var að leggja niður vaktþjónustu á skurðdeildunum á Selfossi og Suðurnesjum. Það hefði þýtt að stór hluti fæðandi kvenna á þessum stöðum hefði þurft að leita til Reykjavíkur. Að sögn Ögmundar verður nú horfið frá þessum áformum.

Ögmundur tilkynnti starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Suðurlands breytt áform á fundi í dag. Áður hafði hann tekið við um 4.300 undirskriftum sem Samband sunnlenskra kvenna safnaði til að mótmæla skerðingaráformunum.

Heilbrigðisráðherra mun greina nánar frá þessum breytingum á blaðamannafundi á morgun.
 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka