Frumvarp um persónukjör á framboðslistum til Alþingis verður væntanlega ekki að lögum fyrir Alþingiskosningarnar í apríl. Í fréttum Ríkisútvarpsins var haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttir, að 2/3 þingmanna þurfi væntanlega að samþykkja slík lög og í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé andvígur frumvarpinu nái það væntanlega ekki fram.