Skafrenningur á heiðum nyrðra

Á Suðurlandi eru hálkublettir í uppsveitum.

Á Vesturlandi eru víða hálkublettir, hálka og skafrenningur er á Holtavörðuheiði. Hálka er á bröttubrekku og hálkublettir og skafrenningur er í Svínadal. Snjóþekja er á Fróðarheiði.

Á Vestfjörðum eru víða hálkublettir. Hálka er á Mikladal, Hálfdán, Kleifaheiði og á Klettsháls og snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norðurlandi er hálka og skafrenningur á Þverárfjalli og hálka og éljagangur á Öxnadalsheiði. Hálka og éljagangur er á Siglufjarðarvegi og hálka og skafrenningur er á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Snjóþekja er á Mývatnsöræfum.

Á Austurlandi er snjóþekja á Möðrudalsöræfum. Hálkublettir eru á Fjarðarheiði. Þæfingsfærð er á Breiðdalsheiði.

Á Suðausturlandi eru vegir greiðfærir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert