Tveir bankar í stað þriggja

mbl.is

Lík­legt er að tveir af nýju bönk­un­um þrem­ur verði sam­einaðir á næstu vik­um eða mánuðum, sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins. Hug­mynd­ir þess efn­is hafa að und­an­förnu verið rædd­ar inn­an viðskipta- og fjár­málaráðuneyt­is og Fjár­mála­eft­ir­lits og Seðlabanka Íslands.

Helst er talið að Íslands­banki og NBI, sem stofnaður var utan um inn­lenda starf­semi gamla Lands­bank­ans, verði sam­einaðir en kröfu­haf­ar gamla Kaupþings, með þýska bank­ann Deutsche Bank sem einn stærsta ein­staka kröfu­haf­ann, eign­ist Nýja Kaupþing að öllu leyti eða a.m.k. að stærst­um hluta. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hef­ur skila­nefnd Kaupþings greint stjórn­völd­um frá því að það væri skyn­sam­leg­ast að kröfu­haf­arn­ir eignuðust Nýja Kaupþing að fullu.

Staða NBI er verst af bönk­un­um þrem­ur en fyr­ir ligg­ur að ekki eru til eign­ir í bank­an­um sem duga upp í for­gangs­kröf­ur. Ekki er því eft­ir miklu að slægj­ast fyr­ir kröfu­hafa í þeim banka, miðað við hina. Þá er staða nokk­urra fyr­ir­tækja sem eru viðskipta­vin­ir NBI erfið en bank­inn hef­ur lítið svig­rúm til þess að koma til móts við þá viðskipta­vini sem eiga í mestu vand­ræðunum.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins er talið nauðsyn­legt að gefa bönk­un­um meira svig­rúm til þess að þjón­usta viðskipta­vini sína sem eiga í vand­ræðum og það er helst gert með því að sam­eina tvo af bönk­un­um í einn stór­an banka.

Þá er einnig talið óumflýj­an­legt að lækka rekstr­ar­kostnað veru­lega við þess­ar breyt­ing­ar til að styrkja bank­ana. Það yrði helst gert með því að fækka starfs­fólki og lækka laun.

Rætt hef­ur verið sér­stak­lega hvernig mögu­legt verði að stíga þessi skref, með til­liti til sam­keppn­is­sjón­ar­miða en end­an­leg­ar út­færsl­ur liggja ekki fyr­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert