Vill endurskoðun á lífeyriskerfinu

Helgi Vil­hjálms­son, sem jafn­an er kennd­ur við Góu, stend­ur fyr­ir und­ir­skrifta­söfn­un á net­inu og krefst þess að líf­eyr­is­sjóðakerfið verði end­ur­skoðað. 

Í til­kynn­ingu frá Helga seg­ir, að hann hafi lengi bar­ist fyr­ir um­bót­um í
líf­eyr­is­sjóðakerf­inu sem miði að því að fé sjóðanna sé ávallt nýtt í þágu þeirra sem greiða í þá en ekki til áhættu­fjár­fest­inga og bruðls
inn­an hóps fárra tengdra ein­stak­linga.

Helgi mun  af­henda Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, list­ann með und­ir­skrift­un­um.

Vefsíða und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar


mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka