Yfirlit um allar aðgerðir frá bankahruni

Þau Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Gylfi Magnússon …
Þau Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sátu fyrir svörum klukkan eitt. mbl.is/Golli

Öll ráðuneyti stjórnarráðsins hafa nú að ósk forsætisráðuneytisins tekið saman allar upplýsingar um aðgerðir, beinar og óbeinar, sem gripið hefur verið til frá falli bankanna í byrjun október á síðasta ári. Inni í þeirri samantekt eru því bæði verk núverandi minnihlutastjórnar og fyrri stjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra greindi frá þessu á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu fyrir stundu.

Jóhanna sagði nú styttast í að verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar yrði kláruð, að ríkisstjórnin hafi komið velflestum málum sem þar er talað um af stað. „Með þessum málum sem eru fyrir þinginu og því sem við erum búin að gera á síðustu vikum er nánast búið að klára listann í verkefnaskránni,“ sagði Jóhanna.

Í samantektinni er athygli beint jafnt að sérstökum ráðstöfunum sem grípa hefur þurft til vegna endurskipulagningar starfsemi innan stjórnarráðsins og beinna aðgerða sem snerta efnahagsáætlun stjórnvalda og aðgerðir í þágu fyrirtækja og heimila.

Samantekt yfir aðgerðir stjórnvalda

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert