Yfirlit um allar aðgerðir frá bankahruni

Þau Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Gylfi Magnússon …
Þau Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sátu fyrir svörum klukkan eitt. mbl.is/Golli

Öll ráðuneyti stjórn­ar­ráðsins hafa nú að ósk for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins tekið sam­an all­ar upp­lýs­ing­ar um aðgerðir, bein­ar og óbein­ar, sem gripið hef­ur verið til frá falli bank­anna í byrj­un októ­ber á síðasta ári. Inni í þeirri sam­an­tekt eru því bæði verk nú­ver­andi minni­hluta­stjórn­ar og fyrri stjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra greindi frá þessu á blaðamanna­fundi í Þjóðmenn­ing­ar­hús­inu fyr­ir stundu.

Jó­hanna sagði nú stytt­ast í að verk­efna­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar yrði kláruð, að rík­is­stjórn­in hafi komið velflest­um mál­um sem þar er talað um af stað. „Með þess­um mál­um sem eru fyr­ir þing­inu og því sem við erum búin að gera á síðustu vik­um er nán­ast búið að klára list­ann í verk­efna­skránni,“ sagði Jó­hanna.

Í sam­an­tekt­inni er at­hygli beint jafnt að sér­stök­um ráðstöf­un­um sem grípa hef­ur þurft til vegna end­ur­skipu­lagn­ing­ar starf­semi inn­an stjórn­ar­ráðsins og beinna aðgerða sem snerta efna­hags­áætl­un stjórn­valda og aðgerðir í þágu fyr­ir­tækja og heim­ila.

Sam­an­tekt yfir aðgerðir stjórn­valda

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert