Aðgerðir gegn skattsvikum efldar

Norður­lönd­in og Bresku Jóm­frúreyj­arn­ar hafa samþykkt að und­ir­rita samn­inga um upp­lýs­inga­skipti og auk þess röð viðskipta­samn­inga í maí. Samn­ing­arn­ir um upp­lýs­inga­skipti eru liður í her­ferð sem miðar að því að efla aðgerðir gegn skattsvik­um.

Samn­ing­arn­ir um skipti á skatta­upp­lýs­ing­um munu veita skatta­yf­ir­völd­um aðgang að upp­lýs­ing­um um aðila sem leit­ast við að kom­ast hjá því að greiða skatta af tekj­um og fjár­fest­ing­um og einnig veita upp­lýs­ing­ar um eign­ir sem ekki hafa verið gefn­ar upp í heima­land­inu. Meðal ann­ars er þar um að ræða upp­lýs­ing­ar um eign­ar­hald á fyr­ir­tækj­um, samn­inga­menn, stjórn­ar­menn og þá sem þiggja arð af eign­ar­halds­fé­lög­um, auk upp­lýs­inga í vörslu banka og fjár­mála­stofn­ana, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.
Samn­ing­arn­ir verða und­ir­ritaðir við at­höfn sem hald­in verður í tengsl­um við fund fjár­málaráðherra Norður­landaráðs í Reykja­vík þann 18.maí. Áður en samn­ing­arn­ir verða und­ir­ritaðir þarf að ljúka ákveðnu póli­tísku ferli.
 
Samn­ing­arn­ir eru hluti af viðamiklu verk­efni og hafa Norður­lönd­in þegar gert slíka samn­inga við eyj­arn­ar Mön, Jers­ey og Gu­erns­ey og þá verða einnig und­ir­ritaðir samn­ing­ar við Caym­an eyj­ar og Bermúda í apríl. Enn­frem­ur eru samn­ingaviðræður á loka­stigi við stjórn­völd á Arúba og Hol­lensku An­tilla­eyj­un­um. Einnig eru hafn­ar viðræður við önn­ur lög­sagn­ar­um­dæmi.
 
Með samn­ing­un­um við Norður­lönd­in, halda Bresku Jóm­frúareyj­arn­ar áfram að inn­leiða OECD staðla um gegn­sæi og upp­lýs­inga­skipti. Bresku Jóm­frúareyj­arn­ar samþykktu OECD staðlana þegar árið 2002 og sama ár gerðu þær sinn fyrsta samn­ing um upp­lýs­inga­skipti við Banda­rík­in. Bresku Jóm­frúreyj­arn­ar gerðu einnig þannig samn­inga við Ástr­al­íu og Bret­land árið 2008.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert