Bægðu rússneskum orrustuþotum frá

Dönsk F-16 vél og rússneskur björn norður af Íslandi.
Dönsk F-16 vél og rússneskur björn norður af Íslandi.

Danski flug­her­inn, sem sinn­ir nú loft­rým­is­gæslu yfir og í kring­um Ísland, bægði eft­ir í há­degi í dag tveim­ur rúss­nesk­um sprengjuflug­vél­um frá, en þær stefndu þá inn í ís­lenska loft­rýmið. Þegar vél­arn­ar sáust á rat­sjám fóru tvær dansk­ar F-16 þotur á loft frá Kefla­vík­ur­flug­velli.

Á heimasíðu danska flug­hers­ins seg­ir, að bæði þeir sem fylgd­ust með rat­sján­um og flug­menn dönsku orr­ustu­vél­anna hafi oft tekið þátt í svipuðum aðgerðum þegar rúss­nesk­ir „birn­ir," eins og rúss­nesku vél­arn­ar eru nefnd­ar, nálg­ast danska loft­rýmið. „Þeir þekkja þetta eins og fing­urna á sér og það eru sömu hand­tök­in að sjá flug­vél­arn­ar og fljúga á móti þeim við Ísland eins og í Dan­mörku," seg­ir á heimasíðunni.

And­rúms­loftið var þó þrungið nokk­urri spennu í stjórn­stöðinni þegar Rúss­arn­ir sáust á rat­sjár­skerm­in­um. Þegar rúss­nesku vél­arn­ar voru komn­ar nógu ná­lægt Íslandi héldu F-16 vél­arn­ar af stað til að mæta Rúss­un­um utan við ís­lensku loft­helg­ina.  Aðgerðin fór fram í sam­ræmi við starfs­regl­ur NATO og í sam­vinnu við Varn­ar­mála­stofn­un­ina. 

Rúss­nesku flug­vél­arn­ar snéru við þegar þær voru um það bil 100 km fyr­ir norðan Ísland og héldu til bækistöðva sinna á Kóla­skaga. En áður en Rúss­arn­ir kvöddu al­veg flugu dönsku flug­menn­irn­ir upp að vél­un­um og tóku af þeim mynd­ir. Dönsku flug­vél­arn­ar lentu aft­ur í Kefla­vík eft­ir tæp­lega klukku­stund­ar flug. 

Á heimasíðu danska flug­hers­ins er mynd­skeið af rúss­nesku vél­un­um.

Ein af rússnesku sprengjuvélunum. Dönsku flugmennirnir tóku myndina.
Ein af rúss­nesku sprengju­vél­un­um. Dönsku flug­menn­irn­ir tóku mynd­ina.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka