Eldur í plastverksmiðju

Frá Sandgerðishöfn.
Frá Sandgerðishöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Tilkynnt var um mikinn eld í plastverksmiðju í Sandgerði rétt fyrir klukkan ellefu í kvöld. Slökkvilið Sandgerðis og Brunavarna Suðurnesja fóru á staðinn og náðu fljótt tökum á eldinum.

Eldurinn kom upp í báti sem var inni í verksmiðju Sólplast. Þaðan barst hann í þak hússins. Eldurinn var slökktur með því að grafa var fengin til að draga logandi bátinn út úr húsinu og þar sprautað á eldinn. Eldurinn barst í þak hússins. 

Vel gekk að slökkva en áfram var sprautað á glæður.

Sýnilega hefur mikið tjón orðið á húsinu og bátnum.

Verksmiðjan er í sambyggðri húsalengju við Strandgötu en eldurinn breiddist ekki út.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert