Eldur í plastverksmiðju

Frá Sandgerðishöfn.
Frá Sandgerðishöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Til­kynnt var um mik­inn eld í plast­verk­smiðju í Sand­gerði rétt fyr­ir klukk­an ell­efu í kvöld. Slökkvilið Sand­gerðis og Bruna­varna Suður­nesja fóru á staðinn og náðu fljótt tök­um á eld­in­um.

Eld­ur­inn kom upp í báti sem var inni í verk­smiðju Sólplast. Þaðan barst hann í þak húss­ins. Eld­ur­inn var slökkt­ur með því að grafa var feng­in til að draga log­andi bát­inn út úr hús­inu og þar sprautað á eld­inn. Eld­ur­inn barst í þak húss­ins. 

Vel gekk að slökkva en áfram var sprautað á glæður.

Sýni­lega hef­ur mikið tjón orðið á hús­inu og bátn­um.

Verk­smiðjan er í sam­byggðri húsa­lengju við Strand­götu en eld­ur­inn breidd­ist ekki út.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert