Evran er ekki töfralausn

00:00
00:00

Edda Rós Karls­dótt­ir, hag­fræðing­ur, seg­ir að reynsl­an kenni að það taki að meðaltali fimm ár fyr­ir at­vinnu­leysi að ná há­marki í stór­um fjár­málakrepp­um. Hún seg­ir gylli­boð fyr­ir kosn­ing­ar um af­nám verðtrygg­ing­ar óraun­hæft ef fólk vilji halda í krón­una. Verðtrygg­ingu hafi verið komið á til að gera okk­ur kleift að viðhalda krón­unni og Íslend­ing­ar vilji ekki snúa til baka í það ástand sem ríkti um 1980.

Edda Rós sem flutti er­indi á auka­árs­fundi ASÍ í morg­un seg­ir aðild­ar­um­sókn að ESB nauðsyn­lega til að endureisa trú­verðug­leika þjóðar­inn­ar en það sé þó eng­in töfra­lausn.  Hún bend­ir á að er­lend lán ís­lensku þjóðar­inn­ar hefðu hækkað um 25 pró­sent þótt Íslend­ing­ar hefðu haft evru. Stór hluti lána þjóðar­inn­ar sé í jen­um og sviss­nesk­um frönk­um þótt tekj­urn­ar séu að mestu í evr­um. Bank­ar, fyr­ir­tæki og heim­ili hafi tekið stór­kost­lega geng­isáhættu .

Edda Rós seg­ir aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu þó grund­vall­ar­atriði fyr­ir trú­verðug­leika lands­ins. En aðild­ar­um­sókn verði  að vera yf­ir­lýst stefna stjórn­valda og bor­in upp af heil­um hug. Þjóðin þurfi að horf­ast í augu við að evr­an sé eng­in töfra­lausn. Hún sé þó góður kost­ur ef þjóðin eigi geta kom­ist hratt og vel út úr fjár­málakrepp­unni. Henni þurfi þó að fylgja agi í rík­is­fjár­mál­um. Ann­ars geti af­leiðing­arn­ar orðið af­drifa­rík­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert