877 fóstureyðingar hjá konum með lögheimili á Íslandi voru skráðar á
árinu 2007 og er það nokkuð minna en árið á undan en svipað og árin
2004 og 2005. Fóstureyðingum hefur heldur farið fækkandi undanfarinn áratug, að því er fram kemur á vef landlæknisembættisins. Að jafnaði gangast flestar konur í aldurshópnum 20-24 ára undir fóstureyð-
ingu. Rúm 27% allra fóstureyðinga árið 2007 voru framkvæmdar á
konum í þeim aldurshópi.
Fóstureyðingum meðal 19 ára og yngri fjölgaði hlutfallslega árið 2007 eftir nokkra fækkun hin síðari ár, að sögn landlæknisembættisins. Sú fækkun hefur verið skýrð með tilkomu og auðveldara aðgengi að neyðargetnaðarvörnum, auk öflugs fræðslu- og forvarnastarfs.