Geir kveður og X flytur inn

Geir H. Haarde kvaddi Alþingi í dag eftir að hafa setið þar í 22 ár og verið ráðherra í tæp ellefu. Hann sagði það forréttindi að hafa fengið að starfa þar svona lengi. Sér þætti vænt um Alþingi og hann vildi að sómi þess væri sem mestur.

Nýr liðsmaður flutti inn á Alþingi sama dag og er frekar óvanalegrar gerðar. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar hefur fengið sér blindrahund sem fékk bæli í einu hliðarherberginu. Þetta er fyrsti ferfætlingurinn sem fær sæti á þingi. Hann heitir EX og er norskur að uppruna eins og Geir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert