Geir kveður og X flytur inn

00:00
00:00

Geir H. Haar­de kvaddi Alþingi í dag eft­ir að hafa setið þar í 22 ár og verið ráðherra í tæp ell­efu. Hann sagði það for­rétt­indi að hafa fengið að starfa þar svona lengi. Sér þætti vænt um Alþingi og hann vildi að sómi þess væri sem mest­ur.

Nýr liðsmaður flutti inn á Alþingi sama dag og er frek­ar óvana­legr­ar gerðar. Helgi Hjörv­ar þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur fengið sér blindra­hund sem fékk bæli í einu hliðar­her­berg­inu. Þetta er fyrsti fer­fætl­ing­ur­inn sem fær sæti á þingi. Hann heit­ir EX og er norsk­ur að upp­runa eins og Geir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka