Gorch Fock komið til Reykjavíkur

Gorch Fock kemur til Reykjavíkur í dag.
Gorch Fock kemur til Reykjavíkur í dag. Ragnar Axelsson

Þýska skólaskipið Gorch Fock sigldi inn á Faxaflóa í dag og liggur við Miðbakka næstu daga. Skipið, sem er 90 m langt, þriggja mastra seglskip, var tekið í notkun 1958. Skipið verður opið almenningi til skoðunar um helgina. 

Um 60 manns eru í áhöfn skipsins auk 145 liðsforingjaefna. Skipið, sem komið hefur í nokkur skipti til Íslands, kom til Ísafjarðar fyrr í vikunni frá Bergen í Noregi en hélt áleiðis til Reykjavíkur á mánudaginn.

Skipið verður opið almenningi bæði á laugardag og sunnudag frá kl. 14 til 17.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert