Hælarnir voru niðri í viðskiptaráðuneytinu

Siv Friðleifsdóttir
Siv Friðleifsdóttir

„Af minn­is­blaðinu öllu má ráða að viðskiptaráðuneytið var ekki að liðka fyr­ir því að sér­stak­ur sak­sókn­ari fengi mikl­ar heim­ild­ir,“ sagði Siv Friðleifs­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, við 2. umræðu um frum­varp til laga um aukn­ar vald­heim­ild­ir sér­staks sak­sókn­ara.

Þar vitnaði hún í minn­is­blað frá ráðuneyt­inu um frum­varp dóms­málaráðherra til laga um sér­stak­an sak­sókn­ara vegna banka­hruns­ins, frá því í haust.

Siv sagði ljóst að „hæl­arn­ir hefðu verið niðri“ í viðskiptaráðuneyt­inu gagn­vart vald­heim­ild­um sak­sókn­ar­ans. Gagn­rýnt hefði verið að vald­mörk milli stofn­ana yrðu óskýr og sagt mik­il­vægt að þeir aðilar sem létu Fjár­mála­eft­ir­litið fá viðkvæm trúnaðargögn, sem banka­leynd kynni að hvíla á, gætu áfram treyst því að um slík gögn gilti áfram þagn­ar­skylda. Eðli­legra væri að sak­sókn­ar­inn aflaði sér sjálf­ur slíkra gagna.

Sagði Siv að í minn­is­blaðinu væri svart á hvítu verið að segja, af hálfu viðskiptaráðuneyt­is­ins, að ef banka­leynd hefði hvílt á mál­um yrðu fjár­mála­fyr­ir­tæki að geta treyst því að á slík­um gögn­um ríkti áfram þagn­ar­skylda.

Tók Siv því und­ir með Birni Bjarna­syni, þing­manni Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, frá því í fyrstu umræðu um málið, þar sem hann talaði um and­stöðu af hálfu viðskiptaráðuneyt­is­ins. „Það er greini­lega al­veg rétt sem kom fram hjá Birni Bjarna­syni að viðskiptaráðuneytið vildi ekki veita heim­ild­ir, vildi halda sig við þagn­ar­skyldu og ekki veita sér­stök­um sak­sókn­ara þess­ar heim­ild­ir.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert