Hald lagt á 650 kannabisplöntur

Lögreglan hefur gert gríðarlega mikið magn kannabisplantna upptækt að undanförnu
Lögreglan hefur gert gríðarlega mikið magn kannabisplantna upptækt að undanförnu mbl.is/Kristinn

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu stöðvaði um­fangs­mikla kanna­bis­rækt­un í húsi í Hafnar­f­irði í gær. Við hús­leit  fund­ust um 600 kanna­bis­plönt­ur á ýms­um stig­um rækt­un­ar. Karl­maður á þrítugs­aldri var yf­ir­heyrður í tengsl­um við rann­sókn máls­ins.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu stöðvaði kanna­bis­rækt­un í húsi í miðborg­inni síðdeg­is á sunnu­dag. Við hús­leit  fund­ust tæp­lega 50 kanna­bis­plönt­ur á ýms­um stig­um rækt­un­ar.

Lög­regl­an hef­ur lagt hald á gríðarlegt magn kanna­bisplantna að und­an­förnu. Í gær var greint frá því að um fimm hundruð kanna­bis­plönt­ur hafi fund­ist á sveita­bæn­um Bala í Þykkvabæ í fyrra­kvöld. Hef­ur lög­regl­an lagt hald á yfir fjög­ur þúsund kanna­bis­plönt­ur það sem af er ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka