Hald lagt á 650 kannabisplöntur

Lögreglan hefur gert gríðarlega mikið magn kannabisplantna upptækt að undanförnu
Lögreglan hefur gert gríðarlega mikið magn kannabisplantna upptækt að undanförnu mbl.is/Kristinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði í gær. Við húsleit  fundust um 600 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Karlmaður á þrítugsaldri var yfirheyrður í tengslum við rannsókn málsins.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í miðborginni síðdegis á sunnudag. Við húsleit  fundust tæplega 50 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

Lögreglan hefur lagt hald á gríðarlegt magn kannabisplantna að undanförnu. Í gær var greint frá því að um fimm hundruð kannabisplöntur hafi fundist á sveitabænum Bala í Þykkvabæ í fyrrakvöld. Hefur lögreglan lagt hald á yfir fjögur þúsund kannabisplöntur það sem af er ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert