Takmörkuð vörn í biðsal evru

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

„Ef menn eyða meira en þeir afla, ár eft­ir ár, þá end­ar það illa. Ég held að það skipti engu máli hvort menn eyða of miklu í krón­um, doll­ur­um eða evr­um,“ sagði Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra á morg­un­verðar­fundi Viðskiptaráðs Íslands og fasta­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins í morg­un.

Yf­ir­skrift fund­ar­ins var „Sjálf­stæð mynt í fjár­málakreppu“. Þar var fjallað um hlut­verk pen­inga­stefnu til að styðja við efna­hags­leg­an stöðug­leika og koma í veg fyr­ir efna­hagskreppu.

Stein­grím­ur taldi bæði vera kost­ir og galla við krón­una sem sjálf­stæðan ís­lensk­an gjald­miðil. Að sjálf­sögðu sé óvissa og veik­leik­ar sem teng­ist þess­um litla gjald­miðli okk­ar. Hann kvaðst telja að ef sæmi­lega tæk­ist til við að koma krón­unni á stöðugt ról og á raun­hæfu gengi miðað við aðstæður þjóðarbús­ins þá gæti krón­an orðið eitt af gagn­leg­um tækj­um til út­flutn­ings- og sam­keppn­is­grein­ar búi við nægi­lega hag­stæð skil­yrði til að þjóðfé­lagið geti rifið sig upp.

Stein­grím­ur sagði að það hafi reynst öðrum þjóðum, sem glíma við erfiðleika nú, tak­mörkuð vörn að vera „í biðsal evr­unn­ar“. Sú hefði getað verið staða Íslands ef við hefðum gengið í Evr­ópu­sam­bandið fyr­ir nokkr­um árum.

„Ég fæ ekki séð að Lett­lend­ing­ar eða Ung­verj­ar eða fleiri hafi notið þess eða það hafi reynst þeim mik­il trygg­ing í sjálfu sér fyr­ir þeim hlut­um sem þeir eru nú að glíma við. Að lok­um bera menn ábyrgð á sér sjálf­ir og þurfa að axla hana. Geta ekki keypt sér neina trygg­ingu, hvorki með því að ganga í Evr­ópu­sam­bandið eða taka upp evru eða neinu öðru. Að lok­um hef­ur eng­inn áhuga á því að að gefa  nein­um neitt. All­ir hugsa um sig,“ sagði Stein­grím­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert