Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, og Helge Pedersen, sjávarútvegsráðherra, Noregs, ræddu makrílveiðar Íslendinga á símafundi í hádeginu í dag.
Niðurstaða fundarins var á þá leið að sjónarmið landanna verða kynnt bréflega á næstunni.
Fram hefur komið gagnrýni á makrílveiðar Íslendinga og hversu hátt hlutfall hans hefur farið í bræðslu. Í Noregi hafa kaupendur verið hvattir til að sniðganga íslenskt fiskimjöl og sjávarútvegsráðherrar Noregs og Bretlands munu hafa rætt aðgerðir til að stöðva makrílveiðar Íslendinga.