Ræddu um makrílveiðar

mbl.is/Helgi Bjarnason

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegsráðherra, og Helge Pedersen, sjávarútvegsráðherra, Noregs, ræddu makrílveiðar Íslendinga á símafundi í hádeginu í dag.

Niðurstaða fundarins var á þá leið að sjónarmið landanna verða kynnt bréflega á næstunni.

Fram hefur komið gagnrýni á makrílveiðar Íslendinga og hversu hátt hlutfall hans hefur farið í bræðslu. Í Noregi hafa kaupendur verið hvattir til að sniðganga íslenskt fiskimjöl og sjávarútvegsráðherrar Noregs og Bretlands munu hafa  rætt aðgerðir til að stöðva makrílveiðar Íslendinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert