Tillögur um evrópskt fjármálaeftirlit væntanlegar

Evran hefur hjálpað í baráttu við fjármálakreppuna.
Evran hefur hjálpað í baráttu við fjármálakreppuna.

Evran hefur hjálpað evrulöndunum að takast á við fjármálakreppuna, að sögn Massimo Suardi, sviðsstjóra hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB). Hann gerði grein fyrir viðbrögðum stofnana ESB við fjármálakreppunni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs Íslands og fastanefndar Evrópusambandsins í morgun.

Suardi sagði að evran hafi veitt evrulöndunum ákveðið þanþoll gagnvart fjármálakreppunni. Þau hafi losnað við erfiðleika vegna galdeyrissveifla og hafi haft aðgang að fjármagni í alþjóðlegum gjaldmiðli. Þá hafi snögg viðbrögð Evrópska seðlabankans skilað árangri. Hann sagði að evran leysti ekki allan vanda. Hún gæti t.d. ekki lagað ójafnvægi í þjóðarbúskap einstakra þjóða eða ráðið við fasteignabólur knúnar af lánsfé eða leyst greiðsluvanda í bankakerfinu.

Framkvæmdastjórn ESB mun í framhaldi af svonefndri de Larosiére-skýrslu leggja fram tillögupakka um nýtt samevrópskt fjármálaeftirlit í maí næstkomandi. Suardi sagði vonast til að hann yrði samþykktur í ráðherraráðinu í júní.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka