Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á aukaársfundi ASÍ í dag, að aldrei hafi verð mikilvægara en nú að stjórnvöld hlýði á raddir hins almenna launamanns.
„Tímar ofurlauna í íslensku atvinnulífi eru liðnir," sagði Jóhanna m.a. „Það gengur ekki að greiða ofurlaun og arð til æðstu stjórnenda á meðan krafist er fórna af launafólki."