Viðfangsefnið að verja kjarasamningana

Gestir á fjölsóttum aukaársfundi ASÍ.
Gestir á fjölsóttum aukaársfundi ASÍ. mbl.is/GSH

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði á aukaársfundi sambandsins í dag, að ljóst væri að háværar raddir væru innan Samtaka atvinnulífsins um að atvinnurekendur segi sig frá gildandi kjarasamningum eins og þeir hafi skýran rétt til samkvæmt forsenduákvæði samninganna.

Sagði Gylfi, að viðfangsefni ASÍ í komandi endurskoðun væri að verja innihald kjarasamninganna  frá febrúar 2008. Komi ekki til framlengingar þeirra sé hætt við að samningar dragist mjög á langinn og að mikilvæg verðmæti glatist úr þeim.

Hann sagði að ekki væri sjálfgefið að það takist að verja samningana, eins og fréttir í gær hefðu leitt í ljós. Ekki mætti þó gleyma því, að takist það muni launataxtar á almennum vinnumarkaði hækka um samtals 20 þúsund krónur hjá verkafólki og 28 þúsund krónur hjá iðnaðarmönnum.  Gangi þetta og verðbólguspár eftir muni kaupmáttur lágmarkskauptaxtanna hækka um tæp 4% hjá iðnaðarmönnum og 8% hjá launafólki á samningstímanum frá 2008 til nóvember 2010.

„Takist okkur þetta er það ekki lítill ávinningur og árangur, í ljósi þess að við göngum nú í gegnum mestu efnahagsþrengingar í áratugi," sagði Gylfi.

Setningarræða Gylfa Arnbjörnssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert