Fimm ára fangelsi fyrir manndrápstilraun

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstiréttur hefur dæmt 27 ára gamlan karlmann, Sævar Sævarsson, í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn réðst að öðrum við Hverfisgötu í ágúst á síðasta ári, stakk hann með hnífi í bakið og vinstri framhandlegg. Fórnarlambið hlaut stungusár inn í brjósthol og inn í lungað með loftbrjósti og blæðingu í brjóstholi, og stungusár á vinstri framhandlegg fyrir neðan olnboga sem olli áverka á ölnartaug.

Maðurinn játaði fyrir héraðsdómi að hafa stungið fórnarlambið en neitaði að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Í niðurstöðu dómsins sagði að þurft hafi að beita nokkru afli til að hnífurinn gæti gengið inn í rönd lungans og mögulega hefði maðurinn getað látið lífið ef ekkert hafði verið að gert. Einnig sagði að tilviljun ein hefði ráðið því að stungann hitti manninn fyrir á þessum stað en ekki í stærri æðar í eða við lungað. Hefði honum þá blætt út á mjög skömmum tíma.

Maðurinn varð sjálfur fyrir alvarlegri líkamsárás á árinu 1999 og hlaut þá vefrænan og sálrænan heilaskaða.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert