76 fyrirtæki gjaldþrota í febrúar

Í fe­brú­ar 2009 voru 76 fyr­ir­tæki tek­in til gjaldþrota­skipta sam­an­borið við 56 fyr­ir­tæki í fe­brú­ar 2008, sem jafn­gild­ir tæp­lega 36% aukn­ingu á milli ára. Á vef Hag­stof­unn­ar seg­ir að flest gjaldþrot hafi verið í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð eða 19 og 15 í heild- og smá­sölu­versl­un, viðgerðum á vél­knún­um öku­tækj­um.

Fyrstu tvo mánuði árs­ins 2009 er fjöldi gjaldþrota 149 en fyrstu tvo mánuði árs­ins 2008 voru gjaldþrot­in 97 sem jafn­gild­ir tæp­lega 54% aukn­ingu milli ára.

Frétt Hag­stof­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert