Aldrei fleiri í líkamsrækt

Síðustu mánuði hefur viðskiptavinum líkamsræktarstöðva og sundlaugargestum fjölgað gríðarlega. „Aukningin er gígantísk,“ segir Þröstur Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sporthússins. „Það sem ég finn mestan mun á er að það er talsvert mikið af fólki í húsinu á þessum hefðbundna vinnutíma, milli kl. 8 og 16. Fyrir ári var það dauður tími.“

Björn Leifsson, eigandi World Class, segir viðskiptavinum hafa fjölgað milli ára og að auki sé nýtingin betri. Fyrir áramót mættu daglega um 25% korthafanna en núna er hlutfallið komið upp í 30%. Þá hefur dregið úr mætingu á álagstímum þar sem fólk virðist mæta jafnar yfir daginn. „Ég held að fjölgunin sé aðallega vegna þess að fólk hefur meiri tíma og er minna erlendis en vill líka hitta fleira fólk og halda sér jákvæðu.“

Ingibjörg Reynisdóttir, sölustjóri hjá Hreyfingu, tekur undir orð Þrastar og Björns. „Bæði nýtir fólk kortin sín betur og síðan er mikil aukning í kortasölu,“ segir hún og segir skýringuna fólgna í því að fólk sæki jafnt í félagsskapinn sem góða andlega og líkamlega vellíðan.

Þá hefur sundlaugargestum fjölgað gríðarlega en hjá ÍTR fengust þær upplýsingar að í janúar og febrúar hefðu 60 þúsund fleiri mætt en á sama tíma í fyrra í sex sundlaugar í Reykjavík.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert