EES-samningurinn í húfi

Staða Íslands í Ices­a­ve deil­unni var mjög þröng um miðjan nóv­em­ber. Var orðstír lands­ins veru­lega skaðaður og EES samn­ing­ur­inn í húfi, að því er kem­ur fram í minn­is­blaði, sem tekið var sam­an í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu og frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins sagði frá.

Á þess­um tíma stóðu yfir viðræður við önn­ur ríki um ábyrgðir á Ices­a­ve reikn­ing­um  og einnig um aðstoð Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.  Íslensk stjórn­völd héldu því fram að laga­leg óvissa ríkti um það hvort Ísland ætti að ábyrgj­ast lág­marks­inn­stæður á Ices­a­ve reikn­ing­um eða ekki. Eng­in önn­ur ríki tóku und­ir þenn­an mál­flutn­ing og Ísland var ein­angrað í deil­unni, sam­kvæmt minn­is­blaðinu, sem Rík­is­út­varpið vitnaði til.

Þar seg­ir, að trú­verðug­leiki lands­ins hafi beðið hnekki og á sam­ráðsfund­um í Brus­sel hefði komið skýrt fram að þol­in­mæði Evr­ópu­sam­bands­ríkja gagn­vart Íslandi væri nán­ast á þrot­um. Útlit væri fyr­ir að fleiri ríki væru að bæt­ast í hóp þeirra sem vildu sýna Íslandi fyllstu hörku, þar á meðal Þýska­land.

Þung­inn í af­stöðu ESB ríkja yk­ist með degi hverj­um og  jafn­vel helstu vinaþjóðir studdu ekki leng­ur Ísland, þar á meðal Norður­landaþjóðirn­ar.

Þá hefðu sí­fellt fleiri kvart­an­ir hefðu borist fram­kvæmda­stjórn ESB vegna ís­lensku bank­anna og ljóst var orðið að EES samn­ing­ur­inn var í húfi, næðust ekki samn­ing­ar.

Þá seg­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið, að fölsk frétta­til­kynn­ing Seðlabank­ans um lána­fyr­ir­greiðslu frá Rúss­um hefði skaðað trú­verðug­leika Íslands í Banda­ríkj­un­um og á vett­vangi NATO, þar sem ýms­ar get­gát­ur voru uppi um trú­verðug­leika Íslands sem banda­manns.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert