Enn ein ræktunin upprætt

Kannabisplöntur.
Kannabisplöntur. Kristinn Ingvarsson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur fundið enn eina kanna­bis­rækt­un­ina. Í þetta skiptið var um að ræða rækt­un í hús­næði við Vest­ur­götu í Reykja­vík. Litl­ar sem eng­ar upp­lýs­ing­ar fást um málið að svo stöddu en ljóst er að rækt­un­in er í meðallagi stór - miðað við þær sem fund­ist hafa að und­an­förnu.

Um þriðjung­ur plantn­anna, sem fannst í hús­inu, var á loka­stigi rækt­un­ar. Rann­sókn máls­ins er á frum­stigi. 

Lög­regl­an hef­ur lagt hald á yfir fimm þúsund kanna­bis­plönt­ur það sem af er ári og upp­rætt á þriðja tug rækt­ana. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka