Enn ein ræktunin upprætt

Kannabisplöntur.
Kannabisplöntur. Kristinn Ingvarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fundið enn eina kannabisræktunina. Í þetta skiptið var um að ræða ræktun í húsnæði við Vesturgötu í Reykjavík. Litlar sem engar upplýsingar fást um málið að svo stöddu en ljóst er að ræktunin er í meðallagi stór - miðað við þær sem fundist hafa að undanförnu.

Um þriðjungur plantnanna, sem fannst í húsinu, var á lokastigi ræktunar. Rannsókn málsins er á frumstigi. 

Lögreglan hefur lagt hald á yfir fimm þúsund kannabisplöntur það sem af er ári og upprætt á þriðja tug ræktana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert