Lífeyrisréttindi skerðast til framtíðar

mbl.is

Meðalraunávöxt­un ís­lenskra líf­eyr­is­sjóða hef­ur verið um 1,7% á ári und­an­far­in fimm ár. Miðað er við að raunávöxt­un verði að vera að minnsta kosti 3,5% á ári til að sjóðirn­ir geti staðið und­ir skuld­bind­ing­um sín­um.

Pét­ur H. Blön­dal alþing­ismaður seg­ir að sum­ir sjóðir muni óumflýj­an­lega þurfa að skerða rétt­indi sjóðfé­laga til framtíðar. „Hugs­an­lega er rétt að bíða með skerðingu í stutt­an tíma, eitt ár eða svo, á meðan óvissa rík­ir um virði eigna.“ Pét­ur seg­ir að ef ákveðnir sjóðir skerði ekki líf­eyr­is­rétt­indi núna verði þeir að skerða þau síðar. „Í raun er því verið að velta vand­an­um yfir á kom­andi kyn­slóðir með því að fresta skerðingu rétt­inda.“

Líf­eyr­is­sjóðirn­ir höfðu marg­ir fjár­fest í skulda­bréf­um gefn­um út af viðskipta­bönk­un­um þrem­ur og öðrum stór­fyr­ir­tækj­um, en skulda­bréf­in eru mörg lít­ils eða einskis virði nú.

Kári Arn­ór Kára­son, fram­kvæmda­stjóri Stapa líf­eyr­is­sjóðs, seg­ir að sú ákvörðun ís­lenska rík­is­ins að tryggja, með setn­ingu neyðarlag­anna, inni­stæður í bönk­um og breyta þar með eft­ir á kröfuröðinni hafi haft mik­il áhrif á verðmæti skulda­bréfa bank­anna. „Ríkið kaus þannig að vernda ákveðna teg­und af val­frjáls­um sparnaði, meðal ann­ars á kostnað þess lög­skyldaða sparnaðar sem líf­eyr­is­sjóðirn­ir eru. At­hug­andi er hvort ekki eigi að láta reyna á rétt­mæti þess­ara laga,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert