Umfang sálræns ofbeldis vanmetið

Of­beldi á börn­um er al­geng­ara en marg­ir halda. Til­kynn­ing­um til Barna­vernd­ar­stofu hef­ur fjölgað tals­vert á umliðnum árum og voru um 20% allra til­kynn­inga á síðasta ári. Til­kynn­ing­um um sál­rænt of­beldi hef­ur fjölgað hvað mest. Fé­lags­ráðgjafi hjá Barna­vernd­ar­stofu seg­ir um­fang and­legs skaða lík­lega meira en nokk­urn geti grunað.

Árið 2004 bár­ust Barna­vernd­ar­stofu 804 til­kynn­ing­ar vegna of­beld­is gagn­vart barni eða 14,5% allra til­kynn­inga. Síðan hef­ur hlut­fallið farið hratt hækk­andi; árið 2006 var það 16,3% og 18,9% árið 2007. Til­kynn­ing­ar um sál­rænt of­beldi voru 705 árið 2007 og voru þá 8,4% allra til­kynn­inga.

Mót­ast af heim­il­isof­beldi

Meðal þess sem flokk­ast und­ir sál­rænt of­beldi er þegar barn verður vitni að heim­il­isof­beldi án þess að verða fyr­ir of­beldi sjálft. Börn sem búa við heim­il­isof­beldi mót­ast af því hvort sem þau verða fyr­ir því eða ekki. Stein­unn seg­ir of marga grun­lausa fyr­ir áhrif­um sem slíkt get­ur haft á börn. Þau eru t.a.m. lík­legri til að sýna af sér áhættu­hegðun þegar þau verða eldri.

68 börn í Kvenna­at­hvarfi

Árið 2007 komu 68 börn með mæðrum sín­um í Kvenna­at­hvarfið. Meðal­ald­ur þeirra var fjög­ur ár – það yngsta nokk­urra vikna gam­alt – og 66% voru inn­an við sjö ára. Þar af höfðu tólf þeirra komið áður til dval­ar. Sama ár hóf Barna­vernd­ar­stofa rann­sókn á of­beldi gagn­vart börn­um á Íslandi. Meðal þess sem fram kom í rann­sókn­inni var að í um 90% til­vika þar sem til­kynnt var of­beldi gagn­vart barni 12 ára og yngra lék grun­ur á að ger­and­inn væri for­eldri eða for­ráðamaður. Hjá 13 ára og eldri var hlut­fallið hins veg­ar um fimm­tíu pró­sent.

Vel fylgst með á bráðasviði

Brynj­ólf­ur Mo­gensen, yf­ir­lækn­ir á slysa- og bráðasviði, seg­ir of­beldi gegn börn­um al­geng­ara en marg­an gruni. Stærsta vanda­málið sé hugs­an­lega að heil­brigðis­starfs­menn séu góðhjartaðir og trúi því ein­fald­lega ekki upp á nokk­urn mann að leggja hend­ur á barn. Hann seg­ir að vel sé fylgst með áverk­um á börn­um og sér­stak­lega at­hugað hvort saga for­eldra komi heim og sam­an við áverka. Einnig er það skoðað vel ef börn koma oft með áverka.

Er bannað að refsa barni sínu með fleng­ingu?

Hæstirétt­ur komst ný­verið að þeirri niður­stöðu að í barna­vernd­ar­lög­um sé ekki lagt for­takslaust bann við því að for­eldri eða ann­ar maður með samþykki þess beiti barn lík­am­leg­um aðgerðum til að bregðast við óþægð. Fyr­ir Alþingi ligg­ur frum­varp sem tek­ur af öll tví­mæli.

Í frum­varp­inu seg­ir að for­eldr­um sé óheim­ilt að beita barn sitt and­legu, lík­am­legu eða kyn­ferðis­legu of­beldi eða ann­arri van­v­irðandi hátt­semi, þ.m.t. and­leg­um eða lík­am­leg­um refs­ing­um. Þá feli for­sjá í sér skyldu for­eldra til að vernda barn sitt gegn of­beldi og ann­arri van­v­irðandi hátt­semi.

Og hver verða viður­lög­in við slík­um refs­ing­um?

Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi frum­varpi skal sá sem beit­ir barn and­leg­um eða lík­am­leg­um refs­ing­um eða ann­arri van­v­irðandi hátt­semi, hót­un­um eða ógn­un­um sæta sekt­um eða fang­elsi allt að þrem­ur árum.
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert