Seattleflugi fagnað

Boeing 757-300 þota í eigu Icelandair hefur sig til flugs …
Boeing 757-300 þota í eigu Icelandair hefur sig til flugs frá flugvelli í Seattle.

Chris Gregoire, ríkisstjóri Washingtonríkis í Bandaríkjunum, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem því er fagnað, að Icelandair ætli síðar á þessu ári að hefja beint flug milli Keflavíkur og  SeaTac alþjóðaflugvallarins í Seattle. 
 
„Þetta eru frábærar fréttir fyrir Washingtonríki. Þetta beina flug mun stuðla að auknum viðskiptum og ferðaþjónustu, ekki milli Washington og Íslands heldur Evrópu allrar," segir ríkisstjórinn m.a. í yfirlýsingunni.

Gregoire bætir við, að það sé jákvætt að á tímum þegar flugfélög eigi í miklum rekstrarerfiðleikum, stefni ný flugfélög á Sea-Tac og það kunni að opna  fyrir ný viðskiptatækifæri í Washingtonríki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert