Telur VG ofmeta áhrif hátekjuskatts

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist telja að Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ofmeti hugsanlegar tekjur af hátekjuskatti þegar hann telji að slíkur skattur gæti skilað 3,5-4 milljörðum króna í ríkissjóð.

Tillögur Steingríms birtust meðal annars í frumvarpi sem hann lagði fram á haustþingi. Þar var gert ráð fyrir að ofan á allar tekjur yfir 500 þúsund krónum á mánuði legðist nýtt 3% álag á tekjuskatt og að á allar tekjur yfir 700 þúsund krónum á mánuði legðist til viðbótar 5% skattur, þannig að þeir sem slíkar tekjur hafi borgi samanlagt 8% ofan á hinn almenna tekjuskatt. 

Steingrímur sagði í vefsjónvarpi mbl.is á mánudag, að skattur, sem útfærður væri með slíkum hætti, gæti skilað 3,5-4 milljörðum króna. Birgir hefur nú lagt fram fyrirspurn á Alþingi þar sem hann óskar eftir upplýsingum um áætlaðan tekjuauka ríkisins á einu ári miðað við endurskoðaðar forsendur fjármálaráðuneytisins um skattskyldar tekjur einstaklinga á árinu 2009.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert